Opna Reykjavíkurmótið í frisbígolfi 24.-26. maí

RO2019Event.jpg

Frisbígolffélag Reykjavíkur stendur fyrir Opna Reykjavíkurmótinu og fer það fram í Gufunesi og Grafarholti helgina 24.-26. maí auk þess sem hitað verður upp með Texasmóti fimmtudaginn 23. maí. Keppt verður um farandbikara í meistaraflokkum og einnig verða veitt verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í hverjum flokki. Mótið er viðurkennt af PDGA, C-stig, og er hluti af Íslandsikar ÍFS. 

Keppt verður í eftirtöldum flokkum: Meistaraflokki karla (MPO), Meistaraflokki kvenna (FPO), Stórmeistaraflokki (MP40), Almennum flokki kvenna (FA1), Almennum flokki karla (MA1), Almennum flokki karla 2 (MA2), Ungmennaflokki ≤18(MJ≤18) og Ungmennaflokki ≤12 (MJ≤12).

Dagskrá

  • 23. maí - Innskráning. Texasmót og grill í Grafarholti (Aukamót, sérstök skráning og gjald)

  • 24. maí - 1x18 brautir í Gufunesi, hópræsing (shotgun-start)

  • 25. maí - 1x18 brautir í Grafarholti, tímaræsing (golf-start)

  • 26. maí - 1x18 brautir í Gufunesi, tímaræsing / 1x9 brautir í Grafarholti, tímaræsing


Mótsgjald

6.000 kr. í fullorðinsflokkum, 3.000 kr. fyrir silfurfélaga í FGR, 0 kr fyrir gullfélaga í FGR.

3.000 kr. í Ungmennaflokkum, 50% afsláttur fyrir félaga og börn félaga í FGR.

Eftir 17. maí hækkar mótsgjaldið í 8.000 kr.

Innifalið í mótsgjaldi er: Þátttaka, leikmannapakki sem inniheldur sérmerktan disk, handklæði og drykk+orkustöng báða dagana og kaffi/hressing í keppnismiðstöðvum.

Fyrirkomulag

Á föstudagskvöldi verður leikinn einn 18 brauta hringur í Gufunesi. Ræst út af öllum teigum í einu.

Á laugardegi verður leikinn einn 18 brauta hringur í Grafarholti. Ræst út í röð eftir skori af 1. teig. Fyrsti rástími kl. 10.00.

Á sunnudagsmorgni verður leikinn einn 18 brauta hringur í Gufunesi. Ræst út í röð eftir skori af 1. teig. Fyrsti rástími kl. 9.00. Sunnudagseftirmiðdag verður leikinn 9 brauta hringur í Grafarholti. Ræst út í röð eftir skori af 1. teig. Fyrsti rástími kl. 13.15.

Vellirnir

Vallarvísar, skipulag brauta og merkingar á báðum völlum verður tilbúið til spilunar og æfinga mánudaginn 20. maí. Meistaraflokkar og Almennur flokkur karla 1 spila af bláum teigum, aðrir flokkar af hvítum.

Lýsingin er gerð með fyrirvara um breytingar.

Nánari upplýsingar má sjá á www.fgr.is og viðburðarsíðu á FB.

Fyrirspurnir má senda á motastjorn@fgr.is

English summary

Reykjavik Discgolf Club, FGR, hosts the annual Reykjavik Open tournament in Gufunes and Grafarholt on May 24-26 2019 along with a warm-up Texas tournament on May 23. This is a PDGA sanctioned C-tier event and a part of the Icelandic Cup / Íslandsbikarinn. The following classes are available: MPO, FPO, MP40, FA1, MA1, MA2, Junior≤18 and Junior≤12.

Scedule

May 23 - Check-in. Doubles Texas tournament and BBQ at Grafarholt (Side-tournament, separate registration and fee).

May 24 - 1x18 holes at Gufunes, shotgun-start.

May 25 - 1x18 holes at Grafarholt, golf-start.

May 26 - 1x18 holes at Gufunes, golf-start, 1x9 holes at Grafarholt, golf-start

Fee

6.000 ISK for adults, 3.000 ISK for SilverMembers of FGR, 0 ISK for GoldMembers of FGR.

3.000 ISK for juniors, 1.500 ISK for members or children of members of FGR.

On May 17th the registration fee increases to 8.000 ISK.

Included: Registration, player’s pack and coffee/light refreshments at tournament center.

Courses

The tournament will be played at the courses at Gufunes and Grafarholt on a special layout. The layout and courses will be ready for practice on May 20. MPO, FPO and MA1 play blue courses, all other classes play white courses.

The above information is subject to change.

Further information: www.fgr.is and the RO FB-event page.

Contact: motastjorn@fgr.is