IMG_5774.jpg

Komdu í hópinn!

Frisbígolffélag Reykjavíkur er fyrir þig

 

Félagsaðild og Árgjald 2024

Þú skráir þig í félagið með því að smella á hlekkinn hér neðst. Hann flytur þig á vefsvæði Abler og þar getur þú valið þá aðild sem hentar. Félagið er opið öllum sem vilja vera með, hvort sem þau spila mikið eða lítið eða vilja einfaldlega efla félagið í baráttunni fyrir bættri aðstöðu í borginni.

Félagsaðild 2024, 25.000 kr.:

  • Fullt gjald er 25.000 kr. Makar og sambýlingar félgasfólks fær 50% afslátt og ungmenni líka. Þá fá eldri borgarar og öryrkjar 50% afslátt af fullu gjaldi.

    Félagsaðild veitir 100% afslátt af mótsgjöldum deilda og flestra móta á vegum FGR nema stórmóta, sérstakra móta á borð við Púttdeild, Trilogy, texasmót og sérstök fjáröflunarmót eða fjáröflunarviðburði.

    Félagar fá forgang á inniæfingar félagsins að vetri til, aðrar en ungmennæfingar.

    Félagsfólk fær 10% afslátt hjá Frisbígolfbúðinni og 10% afslátt af símaviðgerðum hjá Smartfix auk afsláttar hjá Folfdiskar.is með sérstökum afsláttarkóða sem tengdur verður kennitölu félaga.

Stuðningsaðild, 5.000 eða 10.000 kr. eða frjálst framlag:

  • Stuðningsaðild er fyrir þau sem ekki keppa mikið en vilja gjarnan styðja félagið og nýta sér aðstöðuna sem það stendur fyrir.

Áhugaaðild:

  • Folfarar sem ekki vilja nýta sér afslátt af mótsgjöldum eða námskeið en vilja gjarnan efla félagið og styðja við starfsemi þess geta gengið í það, fengið fréttir af starfinu og upplýsingar um brýnustu hagsmunamál folfara í borginni sem félagið vinnur að. Allir folfarar ættu að skrá sig í FGR og styðja þannig við starfsemi þess.

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi félagið og félagsaðildina geturðu sent póst á fgr@fgr.is og gjaldkeri@fgr.is eða heimsótt okkur á Facebooksíðu FGR og spjallað þar.