Frisbbígolfnámskeið Klambratún 2019-2.jpg

Námskeiðið er ætlað 10 ára og eldri, en dálítið yngri krakkar eru velkomnir ef áhugi og einbeiting leyfir. Námskeiðið stendur milli kl. 12 og 16 daglega. Námskeiðsgjaldið er 7.000 kr. og innifalið er leiðsögn, létt síðdegishressing, diskar til láns, og kennslubók í frisbígolfi. Nánari upplýsingar er hægt að fá með tölvupósti á fgr@fgr.is. Skráning fer fram með því að fylla út formið hér að neðan.

Greiða má námskeiðsgjaldið með millifærslu á reikning félagsins: 515-26-173030, Kt. 450917-3030 og setja „NÁMSKEIÐ 2“ í skýringu.

 

ÁBENDINGAR OG UPPLÝSINGAR

Viltu vera með? Vantar þig upplýsingar? Ertu með ábendingu?

IMG_5782.jpg

Skráðu þig í Frisbígolffélag Reykjavíkur

Vertu með í öflugu félagi og styddu við uppbyggingu aðstöðu fyrir frisbígolf í Reykjavík.

IMG_0215.jpg

ábendingar

Sástu skemmdir eða eitthvað sem betur mætti fara í viðhaldi á velli í Reykjavík? Smelltu á hnappinn og sendu inn ábendingu.

ársskýrsla FGR 2019

Smelltu hér eða á myndina að ofan og skoðaðu ársskýrslu FGR. Þú getur haft samband við félagið með tölvupósti á fgr@fgr.is eða með skilaboðum á FB:

 
 

Vertu með

frisbígolf er glæsileg íþrótt, skemmtileg afþreying og holl útivera.

 
 
Attachment-1 7.jpeg
 

Fréttir


Vetrarstarfið

Það verður nóg að gerast í vetur hjá FGR. Inniæfingar, opin hús og skemmtileg mót.

Kuldakast 1819.jpg

Kuldakast á laugardögum

Kuldakast ’18/’19 er vikuleg mótaröð á laugardögum í haust og vetur þar sem keppt verður á öllum 13 völlum höfuðborgarsvæðisins. Mæting er stundvíslega kl. 13. Skráning á staðnum og keppnisgjald er 500 kr. Verðlaun eru veitt fyrir sigur í hverju móti og fyrir sigur í útdrætti úr skorkortum. Allir þátttakendur í Kuldakasti fá nafn sitt í pott, einu sinni fyrir hvert skipti sem þau mæta til leiks í vetur. Að loknum mótunum 13 verður svo dregið úr pottinum um stórbrotin verðlaun og eiga þau sem mæta oftast því mesta möguleika á að hreppa þann stóra. Að öðru leyti er mottó Kuldakasts hið gamalkunna: “Sú/sá vinnur sem skemmtir sér best”. Öll velkomin!

Áætlað er að mótin verði sem hér segir. Staðir og stundir geta breyst ef aðstæður eða þörf krefja: 6. okt. - Seltjarnarnes (mótsstj. Runólfur Helgi), 13. okt. - Klambratún (mótsstj. Blær Örn), 20. okt. - Mosfellsbær, 27. okt. - Laugardalur, 3. nóv. - Fossvogur (mótsstj. Guðrún og Hólmar), 10. nóv. - Dalvegur, 17. nóv. - Vífilsstaðir (mótsstj. Haukur Arnar), 24. nóv. - Guðmundarlundur, 1. des. - Gufunes, 8. des. - Seljavöllur, 15. des. - Breiðholtsvöllur, 12. jan. - Víðistaðatún, 20. jan. - Grafarholt.

IMG_7705 copy.JPG

Krakkaæfingar

Ungmennaæfingar Frisbígolffélags Reykjavíkur eru ætlaðar 10-18 ára krökkum og verður kennt í tveimur hópum yngri og eldri þátttakenda. Aðalþjálfari er Kristján Dúi Sæmundsson, íþróttafræðingur.

Æfingatafla:
Fimmtudagar kl. 19-20, Sæmundarskóli
Sunnudagar kl. 12-13, Leirdalshús við Þorláksgeisla

Æfingagjöld fyrir vorönn (janúar-apríl) eru 15.000 kr.
Krökkum er velkomið að koma og prófa 1-2 æfingar án skuldbindingar.

Skráning hér!

Innitímar.jpg

Inniæfingar eldri spilara í Ingunnarskóla

Inniæfingar keppnishóps og eldri spilara FGR eru í íþróttasal Ingunnarskóla í Grafarholti á fimmtudögum kl. 20-21. Fyrstu sex vikur tímabilsins verða tímarnir nýttir fyrir púttdeild félagsins (Winter Marksman League) og geta öll skráð sig til leiks í henni, félagsfólk og aðrir, gegn greiðslu mótsgjalds fyrir hvert skipti (750 kr.) eða deildina í heild (3500 kr).