Frisbígolffélag Reykjavíkur
 
 

Vertu með

frisbígolf er glæsileg íþrótt, skemmtileg afþreying og holl útivera.

 
 
Attachment-1 7.jpeg
 

Fréttir


Vetrarstarfið

Það verður nóg að gerast í vetur hjá FGR. Inniæfingar, opin hús og skemmtileg mót.

Kuldakast 1819.jpg

Kuldakast á laugardögum

Kuldakast ’18/’19 er vikuleg mótaröð á laugardögum í haust og vetur þar sem keppt verður á öllum 13 völlum höfuðborgarsvæðisins. Mæting er stundvíslega kl. 13. Skráning á staðnum og keppnisgjald er 500 kr. Verðlaun eru veitt fyrir sigur í hverju móti og fyrir sigur í útdrætti úr skorkortum. Allir þátttakendur í Kuldakasti fá nafn sitt í pott, einu sinni fyrir hvert skipti sem þau mæta til leiks í vetur. Að loknum mótunum 13 verður svo dregið úr pottinum um stórbrotin verðlaun og eiga þau sem mæta oftast því mesta möguleika á að hreppa þann stóra. Að öðru leyti er mottó Kuldakasts hið gamalkunna: “Sú/sá vinnur sem skemmtir sér best”. Öll velkomin!

Áætlað er að mótin verði sem hér segir. Staðir og stundir geta breyst ef aðstæður eða þörf krefja: 6. okt. - Seltjarnarnes (mótsstj. Runólfur Helgi), 13. okt. - Klambratún (mótsstj. Blær Örn), 20. okt. - Mosfellsbær, 27. okt. - Laugardalur, 3. nóv. - Fossvogur (mótsstj. Guðrún og Hólmar), 10. nóv. - Dalvegur, 17. nóv. - Vífilsstaðir (mótsstj. Haukur Arnar), 24. nóv. - Guðmundarlundur, 1. des. - Gufunes, 8. des. - Seljavöllur, 15. des. - Breiðholtsvöllur, 12. jan. - Víðistaðatún, 19. jan. - Grafarholt.

IMG_7705 copy.JPG

Krakkaæfingar

Ungmennaæfingar Frisbígolffélags Reykjavíkur eru ætlaðar 10-18 ára krökkum og verður kennt í tveimur hópum yngri og eldri þátttakenda. Aðalþjálfari er Kristján Dúi Sæmundsson, íþróttafræðingur.

Æfingatafla:
Þriðjudagar kl. 16-17, Laugardalshöll, A salur
Föstudagar kl. 16-17, Laugardalshöll, A salur / Laugardalur
Sunnudagar kl. 11, Grafarholt / Leirdalur (aukaæfing)

Æfingagjöld fyrir haustönn (október-desember) eru 15.000 kr.
Krökkum er velkomið að koma og prófa 1-2 æfingar án skuldbindingar.

Hægt er að fá nánari upplýsingar og skrá börn með tölvupósti á fgr@fgr.is

Innitímar.jpg

Innitímar í egilshöll

Fram til jóla verða innitímar í Egilshöll á laugardagskvöldum kl. 20.15. Frábær aðstaða til að æfa form, köst og pútt. Settar verða upp körfur og stöðvar auk þess sem við efnum til pútt- og nándarkeppna í einhver skipti. Þátttökugjald fyrir tímabilið er 6.000 kr. fyrir félagsfólk og 10.000 fyrir utanfélagsfólk. Hægt er að tryggja sér gott veður og skrá sig til þátttöku með pósti á fgr@fgr.is!