Reykjavík Open 2019

Í Gufunesi og Grafarholti 24.-26. maí 2019

Frisbígolffélag Reykjavíkur stendur fyrir Opna Reykjavíkurmótinu og fer það fram í Gufunesi og Grafarholti helgina 24.-26. maí auk þess sem hitað verður upp með Texasmóti fimmtudaginn 23. maí. Keppt verður um farandbikara í meistaraflokkum og einnig verða veitt verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í hverjum flokki. Mótið er viðurkennt af PDGA, C-stig, og er hluti af Íslandsbikar ÍFS.

Skráning: https://discgolfmetrix.com/?u=scorecard&ID=920308

Keppt verður í eftirtöldum flokkum: Meistaraflokki karla (MPO), Meistaraflokki kvenna (FPO), Stórmeistaraflokki (MP40), Almennum flokki kvenna (FA1), Almennum flokki karla (MA1), Almennum flokki karla 2 (MA2), Ungmennaflokki ≤18(MJ≤18) og Ungmennaflokki ≤12 (MJ≤12).

Dagskrá

23. maí - Innskráning. Texasmót og grill í Grafarholti (Aukamót, sérstök skráning og gjald)

24. maí - 1x18 brautir í Gufunesi, hópræsing (shotgun-start)

25. maí - 1x18 brautir í Grafarholti, tímaræsing (golf-start)

26. maí - 1x18 brautir í Gufunesi, tímaræsing / 1x9 brautir í Grafarholti, tímaræsing

Mótsgjald

6.000 kr. í fullorðinsflokkum, 3.000 kr. fyrir silfurfélaga í FGR, 0 kr fyrir gullfélaga í FGR.

3.000 kr. í Ungmennaflokkum, 50% afsláttur fyrir félaga og börn félaga í FGR.

Leggja má inn á reikning FGR og setja "RO" í skýringu: Banki: 515-26-173030, Kt. 450917-3030.

Innifalið í mótsgjaldi er: Þátttaka, leikmannapakki sem inniheldur sérmerktan disk, handklæði og drykk+orkustöng báða dagana og kaffi/hressing í keppnismiðstöðvum.

Fyrirkomulag

Á föstudagskvöldi verður leikinn einn 18 brauta hringur í Gufunesi. Ræst út af öllum teigum í einu.

Á laugardegi verður leikinn einn 18 brauta hringur í Grafarholti. Ræst út í röð eftir skori af 1. teig. Fyrsti rástími kl. 10.00.

Á sunnudagsmorgni verður leikinn einn 18 brauta hringur í Gufunesi. Ræst út í röð eftir skori af 1. teig. Fyrsti rástími kl. 9.00. Sunnudagseftirmiðdag verður leikinn 9 brauta hringur í Grafarholti. Ræst út í röð eftir skori af 1. teig. Fyrsti rástími kl. 13.15.

Vellirnir

Vallarvísar, skipulag brauta og merkingar á báðum völlum verður tilbúið til spilunar og æfinga mánudaginn 20. maí. Allir fullorðinsflokkar spila af bláum teigum nema Almennur flokkur kvenna 1 sem spilar styttri brautir.


Lýsingin er gerð með fyrirvara um breytingar.

Fyrirspurnir má senda á motastjorn@fgr.is

 

ÁBENDINGAR OG UPPLÝSINGAR

Viltu vera með? Vantar þig upplýsingar? Ertu með ábendingu?

IMG_5782.jpg

Skráðu þig í Frisbígolffélag Reykjavíkur

Vertu með í öflugu félagi og styddu við uppbyggingu aðstöðu fyrir frisbígolf í Reykjavík.

IMG_0215.jpg

ábendingar

Sástu skemmdir eða eitthvað sem betur mætti fara í viðhaldi á velli í Reykjavík? Smelltu á hnappinn og sendu inn ábendingu.

ársskýrsla FGR 2019

Smelltu hér eða á myndina að ofan og skoðaðu ársskýrslu FGR. Þú getur haft samband við félagið með tölvupósti á fgr@fgr.is eða með skilaboðum á FB:

 
 

Vertu með

frisbígolf er glæsileg íþrótt, skemmtileg afþreying og holl útivera.

 
 
Attachment-1 7.jpeg
 

Fréttir


Vetrarstarfið

Það verður nóg að gerast í vetur hjá FGR. Inniæfingar, opin hús og skemmtileg mót.

Kuldakast 1819.jpg

Kuldakast á laugardögum

Kuldakast ’18/’19 er vikuleg mótaröð á laugardögum í haust og vetur þar sem keppt verður á öllum 13 völlum höfuðborgarsvæðisins. Mæting er stundvíslega kl. 13. Skráning á staðnum og keppnisgjald er 500 kr. Verðlaun eru veitt fyrir sigur í hverju móti og fyrir sigur í útdrætti úr skorkortum. Allir þátttakendur í Kuldakasti fá nafn sitt í pott, einu sinni fyrir hvert skipti sem þau mæta til leiks í vetur. Að loknum mótunum 13 verður svo dregið úr pottinum um stórbrotin verðlaun og eiga þau sem mæta oftast því mesta möguleika á að hreppa þann stóra. Að öðru leyti er mottó Kuldakasts hið gamalkunna: “Sú/sá vinnur sem skemmtir sér best”. Öll velkomin!

Áætlað er að mótin verði sem hér segir. Staðir og stundir geta breyst ef aðstæður eða þörf krefja: 6. okt. - Seltjarnarnes (mótsstj. Runólfur Helgi), 13. okt. - Klambratún (mótsstj. Blær Örn), 20. okt. - Mosfellsbær, 27. okt. - Laugardalur, 3. nóv. - Fossvogur (mótsstj. Guðrún og Hólmar), 10. nóv. - Dalvegur, 17. nóv. - Vífilsstaðir (mótsstj. Haukur Arnar), 24. nóv. - Guðmundarlundur, 1. des. - Gufunes, 8. des. - Seljavöllur, 15. des. - Breiðholtsvöllur, 12. jan. - Víðistaðatún, 20. jan. - Grafarholt.

IMG_7705 copy.JPG

Krakkaæfingar

Ungmennaæfingar Frisbígolffélags Reykjavíkur eru ætlaðar 10-18 ára krökkum og verður kennt í tveimur hópum yngri og eldri þátttakenda. Aðalþjálfari er Kristján Dúi Sæmundsson, íþróttafræðingur.

Æfingatafla:
Fimmtudagar kl. 19-20, Sæmundarskóli
Sunnudagar kl. 12-13, Leirdalshús við Þorláksgeisla

Æfingagjöld fyrir vorönn (janúar-apríl) eru 15.000 kr.
Krökkum er velkomið að koma og prófa 1-2 æfingar án skuldbindingar.

Skráning hér!

Innitímar.jpg

Inniæfingar eldri spilara í Ingunnarskóla

Inniæfingar keppnishóps og eldri spilara FGR eru í íþróttasal Ingunnarskóla í Grafarholti á fimmtudögum kl. 20-21. Fyrstu sex vikur tímabilsins verða tímarnir nýttir fyrir púttdeild félagsins (Winter Marksman League) og geta öll skráð sig til leiks í henni, félagsfólk og aðrir, gegn greiðslu mótsgjalds fyrir hvert skipti (750 kr.) eða deildina í heild (3500 kr).