Framkvæmdir í Grafarholti

Framkvæmdir við nýja teiga í Grafarholti eru á lokastigi og verktaki býr sig undir að skila verkinu sem dregist hefur fram eftir sumri af ýmsum ástæðum. Á næstunni verður þar hægt að spila af vönduðum rauðum, bláum og hvítum teigum af flestum brautum auk þess sem kláraðar verða merkingar og skilti. Samhliða þessu verður brautum 7 og 8 breytt talsvert og munu þær bjóða upp á nýjar áskoranir fyrir bæði betri spilara og byrjendur. Mestan mun finna byrjendur, sem fá góða teiga við sitt hæfi, og eins reyndari spilarar sem fá nýjar og krefjandi teigastaðsetningar að glíma við á þessum fallega og veðursæla velli. Ráðgert er að ganga betur frá lóðinni við Leirdalshús, tyrfa og setja upp nestisbekki við húsið. Þarna verður því komin glæsileg aðstaða fyrir frisbígolfara þegar góða veðrið mætir loks á svæðið.

 

IMG_7568-2_1.jpg
Olafur Haraldsson