Kuldakast ríflega hálfnað

Nú er sjö mótum af þrettán lokið í Kuldakasti vetrarins. Þátttaka hefur yfirleitt verið jafn góð og veðrið, eins og við er að búast. Fámennasta - en jafnframt grjótharðasta - mætingin var á fyrsta mótið á Seltjarnarnesi í þriðja stigs fellibyl og upp frá því telst allt veður gott. Næsta laugardag, 24. nóvember, verður spilað í Guðmundarlundi undir mótsstjórn Dags Ammendrup og spáin er frábær. Kuldaköstin eru afslöppuð mót sem henta öllum sem finnst gaman að kasta diskum, hvort sem fólk er nýbyrjað eða gamalt í hettunni.

Olafur Haraldsson