Nýtt vallarmet í Gufunesi

Attachment-1.jpeg

Gufan sýndi sínar bestu hliðar með roki úr öllum áttum í Kuldakasti í dag þegar nýir teigar og ný 1. braut voru vígð. Nýtt vallarmet leit vitaskuld dagsins ljós þegar Ástvaldur Einar gerði sér lítið fyrir og fór völlinn á 62 köstum og setti þar með skýrt viðmið fyrir þau sem á eftir koma og vilja reyna við metið. Fékk hann vitaskuld verðlaun fyrir sigurinn og auk þess var dregið um sams konar disk úr skorkortum og féll hann Bjarka í skaut. Takk fyrir skemmtilega keppni, öllsömul.


Árangur spilara:
Ástvaldur Einar - 62
Blær Örn - 65
Pétur Guðmunds - 68
Ragnhildur - 69
Kristján Dúi - 70
Sturla - 72
Rútur - 72
Guðrún - 77
Kári - 80
Birgir - 81
Ólafur - 82
Sigurður - 85
Hólmar - 86
Heimir - 87
Bjarni - 88
Kolbrún - 92
Eiður - 93
Bjarki - 100
Kristján - 104
Cristobal - 110
Þorri - DNF

Olafur Haraldsson