Fjör á frisbígolfæfingum

Það bætist stöðugt í hópinn sem mætir á æfingar yngri spilara í Laugardalshöll á þriðjudögum og fimmtudögum, þótt enn sé nóg pláss fyrir krakka sem vilja læra að kasta. Þriðjudaginn 6. nóvember fengum við góðan gest þegar Villi vísindamaður og naglbítur kom í heimsókn og kenndi okkur sitthvað um eðlisfræði flugs. Í staðinn fékk hann kennslu í að kasta diski og var hún svo öflug að ekki munaði meiru en tuttugu sentimetrum að hann næði að smella diski í keðjurnar af 40 metra færi. Hann var umsvifalaust gerður að félaga í FGR og fékk með sér diska og þakklæti fyrir komuna.

Olafur Haraldsson