Ljósasería í vetur

_DSC6789.jpg

Þorleifur, Ragnhildur og Heimir hafa haft veg og vanda að Ljósaseríunni á þriðjudagskvöldum í vetur. Þá eru sett ljós í körfurnar og litlar ljósdíóður festar við diskana svo auðvelt sé að finna þá í myrkrinu og spilaðir tveir hringir í skemmtilegri og afslappaðri keppni. Öll eru velkomin í Ljósaseríuna, bæði byrjendur og lengra komin. Þátttökugjald er 500 krónur og tilkynningar um staði og stundir á þriðjudagskvöldum birtast á Facebook-síðunni Frisbígolf.

Olafur Haraldsson