Bráðum kemur betri tíð!

Frisbígolfið hefur ekki farið varhluta af vætutíðinni hér suð-vestanlands frekar en önnur útivist. Vegna mikillar bleytu hefur gengið treglega að sinna slætti og reglubundnu viðhaldi á frisbígolfvöllum borgarinnar. Gufunesvöllurinn hefur verið sérlega blautur og erfitt að koma við sláttutækjum en vonandi fer því ástandi að ljúka. Reiknað er með að hægt verði að slá a.m.k. sumar brautanna þar í þessari viku og samhliða verður snyrt við körfustæði og ráðist á lúpínuna, þann mikla diskagleypi.

 

IMG_7532.jpg
Olafur Haraldsson