Opna Reykjavíkurmótið

FGR stendur fyrir Opna Reykjavíkurmótinu - Reykjavík Open og fer það fram í Gufunesi og Grafarholti helgina 11.-12. ágúst auk þess sem hitað verður upp með Texasmóti föstudaginn 10. ágúst. Mótið er hluti af risamótaröð ÍFS og verður keppt í sjö flokkum. Þriggja manna mótsstjórn hefur unnið að skipulagningunni og stefnt er að því að gera umgjörð og framkvæmd mótsins eins glæsilega og frekast er unnt. Nánari upplýsingar eru á Facebook-síðu félagsins og skráning á Discgolfmetrix.

 

Olafur Haraldsson