Leiðsögn og kennsla

Í vor var efnt til námskeiðs fyrir kennara í frisbígolfi. Finninn Juho Rantalaiho leiðbeindi á námskeiðinu en hann leiðir þróun kennslukerfis og -efnis á vegum finnska frisbígolfsambandsins og samtaka finnskra frisbígolfkennara. Finnar eru komnir langsamlega lengst í skipulagðri kennslu og þróun faglegs starfs innan íþróttarinnar. Að námskeiðinu loknu útskrifuðust 15 manns með viðurkenningu ÍFS sem fyrsta stigs frisbígolfkennarar, þar af nokkrir innan vébanda FGR. Innifalið í fullu félagsgjaldi FGR er u.þ.b. klukkutíma kynning og kennsla. Félagsfólk er hvatt til að nýta sér hana. Hægt er að koma á opið hús í Þorláksgeisla á sunnudegi eða mæla sér mót við kennara með pósti á fgr@fgr.is.

IMG_5782.jpg
Olafur Haraldsson