Sumarstarfsmenn FGR

Þrír starfsmenn hafa látið hendur standa fram úr ermum á vegum FGR í sumar. Þeir Ástvaldur Einar Jónsson, Blær Örn Ásgeirsson og Árni Bjartur Jónsson hafa staðið í ströngu við kennslu og leiðsögn ásamt viðhaldi og verklegum framkvæmdum á frisbígolfvöllunum. Íslandsmeistarinn Valdi og Blær, sigurvegari Opna Breska hafa auk þess skotist til útlanda að keppa milli þess sem þeir óhreinka hendurnar í jarðvinnu og slætti og breiða út fagnaðarerindi frisbígolfsins.

 

IMG_7219.JPG
IMG_7269.JPG
IMG_7254.JPG
IMG_7290.JPG
Olafur Haraldsson