Samstarf um sumarnámskeið

Það er búið að vera líf og fjör þegar krakkar á sumarnámskeiðum Fram og Þróttar hafa heimsótt okkur, lært frisbígolf og leikið sér með diska og körfur. Vel á annað hundrað krakkar hafa nú þegar fengið tilsögn og lánaða diska á slíkum námskeiðum og verður framhald á samstarfinu í ágúst.
Eins heimsóttum við Gufunesbæ í byrjun sumars og kenndum þar um 30 leiðbeinendum sumarnámskeiða frístundaheimilanna í Grafarvogi grunnatriðin og leiðbeindum krökkum af frístundaheimilunum í frisbígolfleikjum.

IMG_7471.JPG
Olafur Haraldsson