Opið hús á sunnudögum

FGR hefur aðstöðu í Leirdalshúsi, Þorláksgeisla 51, ásamt fleiri aðilum. Á sunnudögum er jafnan opið hús milli 12 og 15 þar sem öll eru velkomin, félagsfólk og annað fólk. Það er heitt á könnunni, kex á diski og tilvalið að hittast og spjalla fyrir eða eftir hring og slást í hópinn með kunnugum eða ókunnugum. Félagið á búnað til æfinga, bæði körfur og diska, og túnið er kjörið til að þjálfa formið og kynnast diskunum sínum betur.

 

IMG_7068.JPG
Olafur Haraldsson