Opna Reykjavíkurmótið

Opna Reykjavíkurmótið var haldið helgina 11.-12. ágúst og var spilað á völlunum í Gufunesi og Grafarholti. Þrjátíu og tvö voru skráð til leiks og luku 27 keppni. Mótið var hluti af Risamótaröð ÍFS og veitir stig til Íslandsbikarsins um leið og keppt var um farandbikara í opnum flokkum karla og kvenna. Frisbígolffélag Reykjavíkur þakkar keppendum, sjálfboðaliðum og styrktaraðilunum Icelandair Hotels og Ölgerðinni fyrir skemmtilega helgi og góða samveru. Við óskum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn og öðrum þátttakendum með ánægjuna. Röð keppenda í efstu sætum var á þennan veg:

Ungmennaflokkur
Andri Fannar Torfason - 225

Almennur flokkur karla 2
1. Gunnar Örn Auðunsson - 261
2. Þorgils Árni Hjálmarsson - 269
3. Sturla Már Hafsteinsson - 278

Almennur flokkur kvenna
1. Ragnhildur K Einarsdóttir - 232
2. Sofia Stefansdottir Berg - 302

Almennur flokkur karla
1. Pétur Guðmundsson - 236
2. Kári Sigurðsson - 240
3.-4. Jón Axel Röngvaldsson - 241 (Jón Axel vann bráðabana um 3. sæti)
3-4. Dagur Ammendrup - 241

Stórmeistaraflokkur
1. Haukur Arnar Árnason - 231
2. Egill Sigurbjörnsson - 282

Opinn flokkur kvenna
1. Guðbjörg Ragnarsdóttir -274

Opinn flokkur karla
1. Árni Sigurjónsson - 206
2. Pétur Gunnarsson - 209
3. Rútur Ingi Karlsson - 212

Olafur Haraldsson