Aðalfundur FGR 2019

Aðalfundur FGR var haldinn í Leirdalshúsi við Þorláksgeisla þriðjudaginn 12. mars. Fundarstjóri var Kristinn Arnar og Guðrún Fjóla ritaði fundinn. Að lokinni skýrslu stjórnar og samþykkt ársreiknings var lögð fram tillaga til breytingar á 6. grein laga félagsins á þann veg að aðalfundur yrði haldinn í janúar ár hvert. Var tillagan samþykkt. Stjórn var kjörin og skipa hana þau Ólafur Haraldsson, Ragnhildur Einarsdóttir, Kristinn Arnar Svavarsson, Guðrún Fjóla Guðmundsdóttir og Kristján Dúi Sæmundsson. Í varastjórn voru kjörin þau Dagur Páll Ammendrup, Kolbrún Mist Pálsdóttir og Sturla Már Hafsteinsson.

Hægt er að skoða skýrslu stjórnar og niðurstöður úr viðhorfskönnun um frisbígolf sem henni fylgdu hér.

Hægt er að skoða skýrslu stjórnar  hér

Hægt er að skoða skýrslu stjórnar hér

Olafur Haraldsson